Félag heyrnarskertra á Íslandi
Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn.
Orsakir
heyrnarskerðingar
Heyrnarskerðing tengist oftast hækkandi aldri en það eru undantekningar á því. Þó fólk á öllum aldri geti misst heyrn gerist það einna helst eftir 65 ára aldurinn. Aðrar orsakir heyrnarskerðingar geta verið sjúkdómar, sýkingar eða lyfjanotkun.
Aldurstengd
heyrnarskerðing
Með aldrinum minnka hæfileikar okkar til að heyra mjúk hátíðnihljóð. Fuglasöngur er eitthvað sem vel er hægt að lifa án en þegar viðkomandi heyrir ekki aðalatriði á fundum og samkomum er vandamálið mun stærra.
Hávaðatengd
heyrnarskerðing
Þessi tegund heyrnarskerðingar verður til vegna mikillar viðveru í hávaða. Hún er algeng hjá vélvirkjum, lögreglumönnum, smiðum, starfsfólki í verksmiðjum, bændum og leikskólakennurum svo nokkur dæmi séu tekin.
Vissir þú að 85% þeirra sem kjást við eyrnarsuð eru með heyrnarskerðingu!Notkun á heyrnartækjum minnkar suðið hjá mörgum.
Fréttir og tilkynningar
Hljóðóþol — Erindi 15. október
Hljóðóþol-misophonia
Aðalfundur Heyrnarhjálpar
Heyrnartæki og ferðir.
Sumfrí
Aðalfundur Heyrnarhjálpar 2024
Styrkja félagið
Hægt er að styrkja starf félagsins með millifærslu á reikning samtakanna.