35. fundur Heyrnarhjálpar – Félag heyrnarskertra á Íslandi, haldinn þann 25.4. 2016 að Langholtsvegi 111 kl. 17.15.
Mættir: Hjörtur Jónsson formaður Heyrnarhjálpar (HJ), Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar (KS), Ingólfur Már Magnússon (IMM), Sigrún Magnúsdóttir (SM), Margét Friðþjófsdóttir (MF) Kristín Margrét Bjarnadóttir (KMB) og Atli Ágústsson (AÁ). Forföll boðaði Þráinn Sveinbjörnsson
Dagskrá:
- Formaður setti þennan fyrsta fund nýrrar stjórnar með táknmáli, bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og óskaði öllum gleðilegs sumars.
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð af þeim sem voru í fyrri stjórn.
- Þá kynntu fundarmenn sig, sögðu frá starfi sínu og stöðu ásamt ágripi af fyrri störfum.
- Samkvæmt lögum félagsins skiptir stjórn með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund. Varaformaður, gjaldkeri og ritari eru þau embætti sem þurfti að ákveða hver tæki að sér. Ingólfur Már sem verið hefur varaformaður undanfarin ár var kosinn áfram í það embætti. Sigrún gaf kost á sér í gjaldkerann og Margrét í ritarastarfið. Það var samþykkt með lófataki.
- Þá var framkvæmdaáætlun, sem samþykkt var í ársbyrjun og byggir mest á samningi við ríkið, lögð fram til kynningar og óskað eftir að fólk kæmi með tillögur eða hugmyndir á næsta fund ef einhverjar væru.
- Kolbrún kynnti nýtt fjáröflunar-app, sem Zenter er að kynna og bjóða.
Um er að ræða forrit þar sem hægt er að velja einstaklinga og senda á þá áskorun um að kynna sér og styðja félagið með fjárframlögum.
Forritið kostar 2-400 þúsund krónur og mánaðargjald fyrir afnot er 9.700 kr. á mánuði.
Ákveðið að hafna þessu að sinni og reyna heldur að fara í átak til að ná inn nýjum félagsmönnum.
Upp kom hugmynd um kynningarspjald svipað og nafnspjald að stærð með upplýsingum um félagið til að láta liggja frammi á sölustöðum heyrnartækja og víðar. Framkvæmdastjóra falið að kanna kostnað við það fyrir næsta fund. - Önnur mál
Ákveðið að allar fundargerðir fari á netið sem tilheyra þessari stjórn.
Kolbrúnu var falið að senda nýjum aðilum allar fundargerðir síðustu stjórnar til fróðleiks fyrir þá.
Formaður greindi frá samvinnu við Fjólu ( Félag fólks með samþætta sjón – og heyrnarskerðingu) sem er í farvegi og búið að gera drög að samningi.
Ný stjórn Fjólu er með samninginn til skoðunar og til stendur að formaður þeirra Snædís Rán Hjartardóttir komi á fund til okkar og ræði þeirra hugmyndir og áherslur.
Fram kom að miðvikudagseftirmiðdagar henta flestum best til fundarhalda og verður stefnt á að nota þá þar til annað kemur í ljós.
Ingólfur Már Magnússon, sem er í nefnd um aðgengismál á vegum Reykjavíkurborgar (Ferlinefnd) sagði frá því að til stæði að kaupa tónmöskva og setja upp á ýmsum þjónustustöðvum þar sem því verður við komið. Um er að ræða litla tónmöskva sem kosta c.a . 25.000,- kr. hver.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl: 18:08
Kolbrún Stefánsdóttir ritar fundargerð.