Heyrnarhjálp bíður félögum sínum og velunnurum í heimsókn til sín í í tilefni alþjóðlegum degi heyrnar 3. mars n.k.
Boðið verður upp á kaffi og vöfflur í húsnæði félagsins í Mannréttindarhúsi (Sigtúni 42) kl. 14:00 – 16:00 þar sem fræðsla og málefni í tengslum við heyrn og starfsemi félagsins verða til umræðu.
Kristján Guðmundsson fyrrverandi framhaldsskólakennari fer yfir niðurstöður á samanburði á verði á heyrnartækjum hér á landi og í nágrannalöndum okkar en óhætt er að segja að munurinn er sláandi! Einnig mun Kristján Sverrisson framkvæmdarstjóri HTÍ vera með erindi um heyrn og aðgengi á Íslandi.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Stjórn Heyrnarhjálpar