Aðalfundur Heyrnarhjálpar

Aðalfundur Heyrnarhjálpar haldinn í Mannréttindahúsi, Sigtúni 2 þann 28. maí 2024

Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar setur fundinn.

Kosning fundarstjóra: Tillaga kemur um Hjört Jónsson og er hún samþykkt.

Kosning fundarritara: Tillaga kemur um Þórnýju Björk Jakobsdóttur og er hún samþykkt.

Skýrsla stjórnar

1. Skýrsla formanns: Halla flutti skýrslu stjórnar þar sem hún fór yfir það helsta sem gert hafði verið á árinu. Þar bar hæst ráðstefnan sem félagið hélt, Aðgengi að heyrn, sem haldin var á Nauthól. Vel tókst til og var almenn ánægja með hana. Formaður fór einnig yfir

2. Gjaldkeri, Kristín M. Bjarnadóttir leggur fram og skýrir endurskoðaðan og áritaðan ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár.

3. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu formanns og ársreikning.

Skýrsla formanns og ársreikningur félagsins var samþykkt. 

Lagabreytingar: Ekki er lögð fram tillaga um lagabreytingar.

Kosningar samkvæmt 5. gr. laga félagsins.

1. Kosning formanns til eins árs: Halla B. Þorkelsson var ein í framboði til formanns og er hún kjörin með lófataki.

2. Kosning tveggja aðalmanna í stjórn til tveggja ára: Stefán Benediktsson og Bergþóra Kr. Benediktsdóttir gefa bæði kost á sér aftur og eru þau kjörin með lófataki.

3. Kosning tveggja varamanna til eins árs: Sigrún Magnúsdóttir og Telma Sigtryggsdóttir gefa báðar kost á sér að nýju og er þær kjörnar með lófataki.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga: Tómas Hallgrímsson og Hjörtur Jónsson gefa kost á sér áfram og er það samþykkt. 

Önnur mál.

Matthíasi Viktorssyni fékk þakkir fyrir að taka að sér fyrir hönd Heyrnarhjálpar að taka sæti sem fulltrúi félagsins í VDNR, sem eru norræn samtök fólks með kuðungsígræðslu og alvarlegan heyrnarskaða. Matthíasi eru færðar þakkir fyrir. 

Einnig var rætt um þá hugmynd að félagið myndi fara í fundarherferð um landið, , kynna félagið og tilgang þess. Jafnvel að hitta félög út á landi, íþróttafélög og önnur félagasamtök. Þá kom upp sú hugmynd að dreifa heyrnartöppum á háværum íþróttaleikjum. Ungt fólk og heyrn, ekki alltaf sem unga fólkið er meðvitað um hávaða og heyrnina sína. 

Að lokum kom upp sú hugmynd að breyta eða betrumbæta merki félagsins.

Aðalfundinum lauk kl. 21:00 og er boðið upp á kaffiveitingar að fundi loknum.

Scroll to Top