Hljóðóþol-misophonia

Hljóðóþol í dagsljósið

Bók þessi er hugsuð fyrir alla þá sem vilja fræðast ítarlega um hljóðóþol eða hafa aldrei heyrt þess getið og vilja skilja um hvað er að ræða og öðlast meðvitund um það. Hún er hugsuð bæði fyrir fólk sem líður fyrir hljóðóþol, bæði ungt og fullorðið, og þá sem ekki hafa hljóðóþol: foreldra og skyld- menni barna með hljóðóþol og ungt fólk, kennara og fræðara, íþróttaþjálfara og þá sem stýra hverslags athöfnum þar sem fólk með hljóðóþol gæti tekið þátt.

Bókin gefur yfirsýn yfir röskunina frá ýmsum sjónarhornum, allt frá vísindalegum grunni hennar til félagslegra afleiðinga heima, í skóla og vinnu, og lýsir undirstöðum meðferðar við hljóðóþoli og stuðnings við þolendur og býður upp á möguleikann á greiningu með aðstoð þeirra greiningartóla sem gerð voru í tengslum við þetta verkefni.

Sækja bókina á PDF formi.

Scroll to Top