Apríl-námskeið: Fræðsla um Tinnitus, heyrnarskerðing og/eða leiðtogaþjálfun

NHS (Samtök heyrnarskertra á Norðurlöndum) og Heyrnarhjálp bjóða upp á þrjú námskeið daganna 22. og 23. apríl n.k. á Hótel Natura.

Námskeiðin verða haldin á norsku og með íslenskri rittúlkun og þau eru kjörið fyrir þá sem þekkja ekki rittúlkun til að kynna sér það túlkunarform!

Námsefnið verður á íslensku þökk sé Heyrnar- og talmennastöð Íslands sem hefur þýtt efnið og verið traustur bakhjarl við undirbúninginn.

Skráning fer fram í gegnum heyrnarhjalp@heyrnarhjalp.is. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að skrá sig en takmörkuð pláss eru í boði og fyrsti koma fyrsti fá!

 

Dagskrá fer fram á Hótel Natura og er svohljóðandi:

Námskeið 1 – Tinnitus:

Föstudagurinn 22. Apríl kl. 17:00-20:00. Fræðsla um eyrnasuð og hvaða leiðir og tækninýjungar eru í boði fyrir þá sem glíma við eyrnasuð.

Námskeið 2 – Heyrn/heyrnarskerðing:

Laugardagurinn 23. apríl kl. 10:00 – 13:00. Fræðsla um heyrn og heyrnarskerðingu, heyrnartæki og hvaða tæknýjungar eru í boði.

Námskeið 3 – Leiðtogaþjálfun

Laugardagurinn 23. apríl kl. 14:00-17:00. Leiðtogaþjálfun og þátttaka í félagsasmtökum m.a. fyrir fatlað fólk.

Scroll to Top