Hjörtur H. Jónsson verður með fyrirlestur um verkefnið á aðalfundi Heyrnarhjálpar þann 18. maí n.k.
Nánari upplýsingar:
Heyrnarhjálp er þátttakandi í Evrópuverkefni um hljóðóþol(e. misophonia) en hljóðóþol er taugaröskun sem lýsir sér í því að upplifum tiltekinna hljóða veldur svo mikilli vanlíðan að það truflar allar athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er að greina börn með hljóðóþol snemma þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir að hljóðóþolið trufli nám og félagslegan þroska og miðar verkefnið bæði að því að útbúa greiningartól og fræðsluefni fyrir starfólk menntastofnana. Upplýsingar um verkefnið og framkgang þess má finna á heimasíðu þess: https://misophonia-school.eu/
Markmið verkefnisins eru meðal annars:
- Að þróa snjallsímaforrit (app) sem hægt er að nýta til að greina hljóðóþol. Forritið er hannað með sérstakri hliðsjón af skólastarfi þar sem kennari getur á einfaldan og skemmitlegan hátt athugað hvort einhverjir nemendur séu með hljóðóþol.
- Útgáfa fræðsluefnis/námsefnis um hljóðóþol sem skiptist í 7 megin hluta.
Heyrnarhjálp er stoltur þátttakandi í þessu verkefni en einstaklingar með hljóðóþol eiga oft erfitt uppdráttar í samfélaginu og skortir bæði fræðslu og greiningar til að sporna við neikvæðum áhrif þess. Það verður áhugavert að hlusta á Hjört H. Jónsson kynna verkefnið fyrir félagsmönnum á aðalfundinum og við hvetjum alla til að mæta á fundinn.