Stjórn Heyrnarhjálpar tók nýverið þá ákvörðun að ráða inn verkefnastjóra í hlutastarf á skrifstofu félagsins. Viðkomandi þarf að búa yfir góðum samskiptarhæfileikum, hafa reynslu af félagsstörfum og æskilegt er að hann/hún þekki til þess umhverfis sem heyrnarskertir á Íslandi búa við. Möguleikar eru á auknu starfshlutfalli í framtíðinni en starfið er í mótun og gert er ráð fyrir því að það þróist í samvinnu við starfsmanninn.
Hæfniskröfur:
- Gott vald á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli
- Góð tölvufærni ásamt færni í textavinnslu fyrir samfélagsmiðla félagssins
- Ríkir samskiptahæfileikar
- Skipulagshæfni
- Reynsla af félagsmálum er mikill kostur
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á því mikilvæga starfi sem Heyrnarhjálp vinnur til að sækja um og umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Umsóknir og allar fyrirspurnir skulu berast til formanns Heyrnarhjálpar, Höllu B. Þorkelsson, á netfangið: thorkelsson13@gmail.com