Stólajóga! Námskeið fyrir heyrnaskerta og/eða þá sem þjást af eyrnasuði

Notkun á heyrnartækjum sem og léleg heyrn getur valdið álagi og rangri líkamstöðu. Þetta getur leitt af sér þreytu og verkjum í axlir, höfði og stífni í kjálka. Sömu sögu er að segja um hvimleitt eyrnarsuð.
 
Heyrnarhjálp býður uppá sérsniðið stólajóga með áherslu á höfuð og axlir undir leiðsögn Steinunnar jógakennara og sjúkraþjálfara.
 
Námskeiðið verður rittúlkað og haldið í húsnæði Hringsjár í Hátúni 10d.
 
Tímasetning: Fimmtudagar kl: 14:00-15:00, frá og með 15 september n.k og stendur yfir í 6 vikur.
 
Verð fyrir félagsmenn: 5.000 kr.
Verð fyrir aðra: 10.000 kr.
 
Skráning fer fram í gegnum hringsja@hringsja.is og áhugasamir eru vinsamlegast beiðnir um að senda nafn og kennitölu þangað til að skrá sig.
 
Takmörkuð pláss eru í boði, félagsmenn hafa forgang og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
\"\"
Scroll to Top