Greiðsluþátttaka og styrkir
Greiðsluþátttaka frá Sjúkratryggingum Íslands vegna kaupa á heyrnartækjum
Sjúkratryggingar Íslands greiða styrki vegna kaupa á heyrnartækjum. Styrkur er veittur á fjögurra ára fresti.
Það þarf ekki að fylla út sérstakt eyðublað til að sækja um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum heldur er nóg að skila inn frumriti reiknings, heyrnarmælingu og upplýsingum um bankareikning.
Skilyrði fyrir styrk frá Sjúkratryggingum Íslands
– Umsækjandi er 18 ára eða eldri
– Viðkomandi er sjúkratryggður á Íslandi
– Tónmeðalgildi á betra eyranu er 30 dB eða meira til <70 dB
Meira um styrkina
– Fjárhæð styrks er 50.000 kr. eða 100.000 kr., eftir því hvort keypt eru tæki fyrir annað eða bæði eyru.
– Styrkir eru ekki skattskyldir
– Allir sjúkratryggðir yfir 18 ára geta sótt um styrk og þar með taldir einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum
Uppbót á lífeyri öryrkja frá TR vegna heyrnartækja
Við mat á greiðslu uppbótar skal taka tillit til eigna og tekna bótaþega og kostnaðar. Til þess að geta notið uppbótar á lífeyri verður viðkomandi að hafa einhverja tekjutryggingu. Upphæð er metin í hverju tilviki. Frekari uppbætur skulu þó aldrei greiddar til lífeyrisþega sem á eignir í peningum eða verðbréfum yfir 4 milljónir, eða hefur heildartekjur, að meðtöldum greiðslum frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðsgreiðslum, yfir 198.650 kr. Viðmiðunarmörk hjóna tvöfaldast í peningum eða verðbréfum. Ákvarðanir um greiðslu frekari uppbótar á lífeyri skulu að jafnaði vera tímabundnar. Uppbót á lífeyri fellur niður þegar viðkomandi flytur úr landi.
Uppbót á lífeyri aldraðra
Uppbótin er greidd vegna sérstakra útgjalda, til dæmis ef umsækjandi hefur mikinn lyfjakostnað, þarfnast umönnunar annars aðila, hefur kostnað af dvöl á sambýli eða vegna kaupa á heyrnartækjum.
Styrkir frá félagasamtökum og stéttarfélögum.
Fjölmörg félagasamtök og stéttarfélög veita styrk vegna kaupa á heyrnartækum. Má þar meðal annars nefna: VR, BSRB, Efling, Kennarasamband Íslands, VM, SFR, SFF, FÍH, Stéttarfélag verkfræðinga, Stéttarfélagið Báran, BHM, KTFÍ, Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga, Blaðamannafélag Íslands, Eining – Iðja, Félag skipstjórnarmanna, Póstmannafélag Íslands, Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Verkstjórnarfélga Reykjavíkur.
ATHUGIÐ að þessi listi er ekki tæmandi og eins geta hafa orðið breytingar á reglum varðandi styrk hjá þeim stéttarfélögum og félagasamtökum sér hér eru nefnd.
Styrkir frá sveitafélögum.
Ýmis sveitafélög veita einstaklingum sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð styrk til kaupa á heyrnartækjum.