Heyrnartæki og ferðir.

Það er að ýmsu að hyggja fyrir heyrnartækjanotendur þegar lagt er af stað í ferðarlög, ekki síst ef ferðinni er heitið á fjarlægjar slóðir.

Áður en lagt er að stað er gott að fara yfir heyrnartækin, Skipta um mergsíu og tappa ef þess sé þörf. Fyrir þau ykkar sem eru með sérsmíðaða tappa og langt er síðan skipt var um mergsíu, borgar sig að láta geta það fyrir brottför.

Taka með auka sett töppum og síum og slöngur ef slíkt á við, ef dvalið er lengur en 2-4 vikur.

Ef tækin ganga fyrir rafhlöðum er best að taka með nægilegt magn fyrir ríflega ferðina. Muna eftir hleðsludokkinni fyrir hlaðanleg heyrnartæki og athuga hvor nota þurfi breyti-rafmagskló í viðkomandi landi.

Sumir taka eldri heyrnartæki með til vara ef þau nýrri skyldu bila.

Muna að hafa ofantalda hluti í handfarangrinum!

Á áfangastað er gott að svipast um hvort Tónmöskvi sé í boði, er til staðar á mörgum flugvöllum og lestastöðvum í Evrópu.

Textað sjónvarpsefni er víða að finna.

Góð upptalning er hér t.d https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_teletext_services

Scroll to Top